Sérfræðingar í uppsetningu á hleðslustöðvum á Íslandi

Rafhlað ehf, stofnað árið 2022 sem dótturfyrirtæki Drytækni ehf, er í fremstu röð fyrir rafbílahleðslu og þjónustu á Íslandi. Við styðjum orkuskipta áætlun ríkistjórnarinnar og erum með það að leiðarljósi að rafbílavæða bílaflota landsmanna. Ísland býr yfir einstakri kostgæfni þar sem raforka er framleidd með umhversfisvænum hætti, þar sem aðrar ríkisstjórnir hafa oft á hendi CO2-þunga rafmagnsframleiðslu.

Löggiltir fagaðilar með áratugareynslu í raflögnum

Við erum sérfræðingar í hleðslustöðvum fyrir rafbíla og bjóðum hágæða hleðslustöðvar sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Sérfræðingarnir okkar eru löggiltir fagaðilar með áratuga reynslu í raflögnum og rafmagnstæknifræði. Þeir eru sérþjálfuðir í að veita persónulega ráðgjöf og þjónustu varðandi val, hönnun og uppsetningu rafhleðslustöðva fyrir heimili, fjölbýli, fyrirtæki og stofnanir.

Við erum í samstarfi við helstu heildsölu- og endursöluaðila á Íslandi og getum boðið upp á margvíslegar tegundir hleðslustöðva eftir þörfum og óskum neytenda. Markmið okkar er að koma til móts við óskir viðskiptavina og veita skýra, skiljanlega og umhverfisvæna ráðgjöf. Við Rafhlað leggjum áherslu á að finna bestu rafbílahleðslulausnina fyrir þig.

Skráðu þig á póstlistann okkar fyrir sérstök tilboð og fréttir af nýjum vörum!
Skrá mig
Með því að skrá þig á póstlistann okkar samþykkir þú skilmálana okkar
Skráningin hefur verið móttekin
Eitthvað fór úrskeiðis, reynið síðar!
Rafhlað © 2023 - Allur réttur áskilinn